Norski vegvísirinn Ragna Sif Þórsdóttir skrifar 17. júlí 2018 07:00 Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar