Norski vegvísirinn Ragna Sif Þórsdóttir skrifar 17. júlí 2018 07:00 Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun