Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun