Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 25. júní 2018 07:00 Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun