Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 25. júní 2018 07:00 Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar