Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 14:38 Davis lagði hart að May forsætisráðherra að kveða skýrt á um tímamörk fyrir varaáætlun ef samningar nást ekki við ESB um viðskipti eftir Brexit. Vísir/Getty Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB. Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB.
Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira