Borgarlínan sig? Sigurður Friðleifsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar