Öld síðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2018 10:00 Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun