Endurreisum verkamannabústaðakerfið Líf Magneudóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun