Núll stig Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun