Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun