Verknám – Nú þarf átak Þorbjörn Guðmundsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun