Kraftaverk Magnús Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eddan Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00 Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla.
Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00
Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun