Heilbrigð sál í hraustum líkama Willum Þór Þórsson og Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Willum Þór Þórsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar