Skapandi og græn fjarheilbrigðisþjónusta Óttarr Proppé skrifar 19. október 2017 09:00 Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni. Fyrirmyndirnar eru víða að t.d. frá Norðurlöndunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Með fjarheilbrigðisþjónustu er aðgengi að þjónustu bætt verulega og heilsufarslegar upplýsingar fluttar á milli með tækni sem síðan miðlar til baka niðurstöðum greininga og ráðgjöf, annað hvort beint til einstaklingsins sem í hlut á eða með milligöngu annars heilbrigðisstarfsmanns. Frumkvæði heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri var vendipunktur í fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur haft áhrif á þróun slíkrar þjónustu víða um land. Árið 2014 lögðu þingmenn Bjartrar framtíðar auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Í framhaldinu var settur á starfshópur sem skilaði tillögum í maí 2016 að stefnu og aðgerðaráætlun til næstu ára í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjarheilbrigðisþjónustu á sem flestum sviðum heilbrigðismála. Nú eru mörg áhugaverð og mikilvægt verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu hluti af heilbrigðisþjónustunni hér á landi og má þar nefna þjónustuna á Kirkjubæjarklaustri sem hefur aukið verulega möguleika t.d. á að greina hvort um alvarleg veikindi er að ræða með því að flytja upplýsingar um heilsufarsmat frá tækjum sem eru staðsett í sjúkrabílum til læknis sem getur verið staddur í langri fjarlægð frá sjúklingnum. Sömuleiðis er nú í þróun þjónusta til sjómanna á haf út með hjálp tækja og þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Enn fremur má nefna þróunarverkefni um viðtöl við sálfræðinga í gegnum internetið sem bæta verulega úr aðgengi að sálfræðiþjónustu og mörgum þykja betri kostur en hefðbundið viðtal. Þá er mikilvægur liður liður í fjarheilbrigðisþjónustu ráðgjöf í gegnum síma og internet og þar er nú stigið mikilvægt skref með þróun gagnvirkrar heimasíðu heilsuveran.is og símaþjónusta um heilbrigðismál í símanum 1700. Ávinningur fjarheilbrigðisþjónustu er margs konar og fyrir utan bætt aðgengi vegna t.d. fjarlægðar frá heilbrigðisstarfsmanni má nefna að fjarheilbrigðisþjónusta getur eflt þverfaglega teymisvinnu og þar með bætt gæði þjónustunnar. Einnig má nefna minni kostnað vegna ferðalag sem sömuleiðis hefur jákvæð áhrif á umhverfið með minni eldsneytisnotkun.Höfundur er formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun