Körfubolti

Baráttumaður fyrir réttindum blökkufólks hefur gengið til liðs við New York Knicks

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nigel Hayes
Nigel Hayes
Í vikunni skrifuðu þrír nýjir leikmenn undir samninga við bandaríska NBA liðið New York Knicks. Á meðal þeirra var framherjinn Nigel Hayes, sem hefur verið umtalaður í Bandaríkjunum fyrir ummæli sín um baráttu blökkufólks.

Hayes spilaði á síðasta tímabili fyrir Wisconsin Badgers og var með 14 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í leik.

Hayes var mjög virkur í Black Lives Matter-hreyfingunni á Twitter og tók þátt í mótmælum samnemenda sinna í Madison, Wisconsin eftir að nemandi mætti á fótboltaleik með grímu af Barack Obama og snöru um hálsinn.

Í viðtali við New York Times í nóvember sagði Hayes: „Ég verð svartur lengur heldur en ég verð atvinnumaður í körfubolta. Það er almenn skynsemi að nota tímann þegar það sem ég segi hefur mest áhrif. Ég er að spila körfubolta og fleira fólk er að hlusta á mig, sem er ástæðan fyrir því að fólk er pirrað og vill að ég þegi.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×