Er skjárinn að skelfa þig? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. júní 2017 00:00 Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar