Vísbendingar um að heilsuúrin séu langt frá því að gefa upp rétta mynd af brennslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 19:47 Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu, segir einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum. Heilsa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum.
Heilsa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira