Skrifa ný drög að friðaráætlun Agnar Már Másson skrifar 24. nóvember 2025 00:26 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Andriy Yermak, fulltrúi Úkraínu, efndu til blaðamannafundar í gær. AP/Martial Trezzini Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínumanna funduðu í Genf í Sviss í dag um umdeildu friðaráætlunina sem Bandaríkjamenn lögðu fyrir úkraínska ráðamenn á föstudag. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn að fundur sendinefndanna hefði borið mikinn árangur. „Mjög góður dagur,“ sagði Rubio. Aftur á móti væri enn nokkuð í land. Greint er frá því í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og úkraínskra stjórnvalda að erindrekar hefðu á fundi sínum í dag sett saman uppfærð drög að friðaráætlun. Bandarískir erindrekar höfðu upprunalega kynnt 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Evrópskir ráðamenn, ekki síst úkraínskir, voru ekki alsáttir með áætlunina þar sem tillögurnar kváðu meðal annars á um að Úkraínumenn gæfu eftir landsvæði, gengju ekki í NATO og takmörkuðu herafla sinn. Yfirlýsing forsetaembættanna gefur í skyn að eitthvað af þessu sé nú breytt: „[Báðar hliðar] ítrekuðu að hvers kyns framtíðarsamkomulag yrði að virða fullveldi Úkraínu að fullu og tryggja sjálfbæran og réttlátan frið. Í kjölfar viðræðnanna lögðu aðilar fram uppfærða og endurbætta friðaráætlun,“ segir í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Úkraínumenn væru vanþakklátir fyrir hjálp Bandaríkjamanna. Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni að úkraínska sendinefndin hafi ítrekað þakklæti sitt til Bandaríkjamanna „og persónulega Donalds J. Trump forseta fyrir óþreytandi viðleitni til að binda enda á stríðið og manntjónið.“ Enn fremur kemur fram að Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafi samþykkt að halda áfram vinnu við sameiginlegar tillögur á næstu dögum. Þeir myndu einnig vera í nánu sambandi við Evrópulön eftir því sem ferlinu vindur fram. „Endanlegar ákvarðanir samkvæmt þessum ramma verða teknar af forsetum Úkraínu og Bandaríkjanna.“ Bandaríkjaforsetinn hafði gefið Úkraínumönnum frest til fimmtudags til þess að samþykkja drögin en nú segir Rubio að Trump sé „nokkuð sáttur“ við þann árangur sem fundurinn bar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínumanna funduðu í Genf í Sviss í dag um umdeildu friðaráætlunina sem Bandaríkjamenn lögðu fyrir úkraínska ráðamenn á föstudag. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn að fundur sendinefndanna hefði borið mikinn árangur. „Mjög góður dagur,“ sagði Rubio. Aftur á móti væri enn nokkuð í land. Greint er frá því í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og úkraínskra stjórnvalda að erindrekar hefðu á fundi sínum í dag sett saman uppfærð drög að friðaráætlun. Bandarískir erindrekar höfðu upprunalega kynnt 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Evrópskir ráðamenn, ekki síst úkraínskir, voru ekki alsáttir með áætlunina þar sem tillögurnar kváðu meðal annars á um að Úkraínumenn gæfu eftir landsvæði, gengju ekki í NATO og takmörkuðu herafla sinn. Yfirlýsing forsetaembættanna gefur í skyn að eitthvað af þessu sé nú breytt: „[Báðar hliðar] ítrekuðu að hvers kyns framtíðarsamkomulag yrði að virða fullveldi Úkraínu að fullu og tryggja sjálfbæran og réttlátan frið. Í kjölfar viðræðnanna lögðu aðilar fram uppfærða og endurbætta friðaráætlun,“ segir í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Úkraínumenn væru vanþakklátir fyrir hjálp Bandaríkjamanna. Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni að úkraínska sendinefndin hafi ítrekað þakklæti sitt til Bandaríkjamanna „og persónulega Donalds J. Trump forseta fyrir óþreytandi viðleitni til að binda enda á stríðið og manntjónið.“ Enn fremur kemur fram að Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafi samþykkt að halda áfram vinnu við sameiginlegar tillögur á næstu dögum. Þeir myndu einnig vera í nánu sambandi við Evrópulön eftir því sem ferlinu vindur fram. „Endanlegar ákvarðanir samkvæmt þessum ramma verða teknar af forsetum Úkraínu og Bandaríkjanna.“ Bandaríkjaforsetinn hafði gefið Úkraínumönnum frest til fimmtudags til þess að samþykkja drögin en nú segir Rubio að Trump sé „nokkuð sáttur“ við þann árangur sem fundurinn bar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira