Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 08:21 Tveir einstaklingar lentu í vandræðum vegna ísingar og brattlendis í Skessuhorni. Drónar komu að góðu gagni við aðgerðina en þeir nýttust meðal annars við að lýsa upp fjallshlíðina í myrkrinu. mynd/Sigurjón Einarsson Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni. Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.
Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira