Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2016 17:00 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló út England á EM í Frakklandi og komast alla leið í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti. Gylfi Þór Sigurðsson átti einnig frábært ár með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm Árið sem nú er að líða er líklega besta íþróttaár okkar Íslendinga frá upphafi. Fjölmörg afrek okkar fólks bera vott um það en hér verður farið yfir þau helstu. EM í Frakklandi var áberandi í íþróttafréttum ársins á Vísi. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit eftir að hafa slegið England úr leik. Það vakti heimsathygli, sem og íslensku stuðningsmennirnir og víkingaklappið þeirra sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hjá lesendum Vísis vöktu viðbrögð Portúgalans Cristiano Ronaldo eftir leikinn gegn Íslandi á EM hvað mesta athygli. Ronaldo gerði lítið úr fögnuði Íslands eftir að okkar menn tryggðu sér jafntefli í leiknum og fannst það lýsa lélegu hugarfari. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Ronaldo fékk það óþvegið frá heimsbyggðinni. Meðal annarra EM-frétta sem voru vinsælar hjá lesendum Vísis voru viðbrögð Piers Morgan við ummælum Ronaldo, óheppileg leikgreining Steve McClaren, uppljómaður Eiffel-turn fyrir Ísland og spurningar blaðamanns The Sun tengdar íslenska landsliðinu. Allt fór á hliðina í þjóðfélaginu eftir frækinn 2-1 sigur Íslands á Englandi og fyrirsagnir ensku blaðanna daginn eftir leikinn vöktu kátínu stuðningsmanna Íslands. Ísland féll svo úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar eftir 5-2 tap en Patrice Evra talaði fallega um íslenska liðið fyrir leikinn en þau ummæli voru mikið lesin á Vísi. Eftir sigurinn tók franska landsliðið víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum en Paul Pogba sagði að það hafi verið gert af virðingu fyrir íslenska liðinu. Ísland gaf ekkert eftir á haustmánuðunum þó svo að það hafi staðið tæpt í heimaleik gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018. Fyrsti leikurinn eftir EM var 1-1 jafntefli gegn Úkraínu á útivelli en eftir leikinn leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefanum og viðbrögð Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, í beinni sjónvarpsútsendingu vöktu eðlilega athygli. Ísland skoraði svo umdeilt sigurmark í uppbótartíma en myndbandsupptökur sýndu að líklega hefði markið aldrei átt að standa.Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM (tvö silfur og eitt brons) en íslensk sundkona hafði aldrei unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra laug. Hún varð einnig fyrsta íslenska konan til að komast í úrslit á Ólympíuleikum þar sem hún endaði í 6. sæti í 100 metra bringusundi og í 11. sæti í 200 metra bringusundi. Hún komst í þrjú undanúrslitasund á HM í 25 metra laug.vísir/antonSögulegur árangur sundkvenna Það kom þó fleira til en bara árangur knattspyrnulandsliðsins en Hrafnhildur Lúthersdóttir vann sögulegt afrek þegar hún vann silfur í tveimur greinum og brons í einni á EM í 50 m laug í London í vor. Var hún þar með fyrsta íslenska sundkonan til að vinna til verðlauna á stórmóti í sundi í 50 m laug. Hrafnhildur og Eygló Ósk Gústafsdóttir syntu svo báðar til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar og urðu þar með fyrstu íslensku sundkonurnar til að ná þeim merka áfanga. Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti í sinni grein en Eygló Ósk í áttunda. En Íslendingar áttu einnig sinn þátt í árangri annarra þjóða á Ólympíuleikunum. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sló í gegn í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Þá varð Guðmundur Guðmundsson Ólympíumeistari sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta og Dagur Sigurðsson vann brons með Þýskalandi. Þá vann Þórir Hergeirsson einnig brons sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.Dagur Sigurðsson gerði þýska karlalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum og náði svo í brons á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/GettyÁr íslensku þjálfaranna Auk árangurs þjálfaranna á Ólymíuleikanna eignaðist Ísland tvo Evrópumeistara á árinu sem er að líða. Dagur Sigurðsson náði þeim magnaða árangri að gera Þýskaland að Evrópumeisturum í handbolta í upphafi árs þrátt fyrir að vera með lemstrað lið. Þórir Hergeirsson vann svo gull með Noregi á EM í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði - hans níundu verðlaun í tíu tilraunum á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari árið 2009. Dagur og Guðmundur tilkynntu þó báðir á árinu að þeir muni hætta þjálfun sinna landsliða. Guðmundur mun ekki framlengja samning sinn eftir ótrúlega uppákomu á leikunum í Ríó þar sem Ulrik Wilbek íþróttastjóri og leikmenn voru sakaðir í dönskum fjölmiðlum um ósætti við Guðmund. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð þegar hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA-atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu.mynd/gsíMagnaðir kvenkylfingar Árið 2016 verður einnig minnst fyrir afrek þeirra Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og Valdísar Þóru Jónsdóttur. Ólafía Þórunn keppti á Evrópumótaröðinni í golfi í ár og náði góðum árangri á tveimur mótum - í Tékklandi og í Abú Dabí þar sem hún var í forystu fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía Þórunn náði svo þeim sögulega árangri að komast í gegnum úrtökumótaröðina fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi. Það gerði hún með stæl en hún hafði í öðru sæti en þess bera að geta að 500 kylfingar reyndu að komast inn á mótaröðina. Valdís Þóra Jónsdóttir komst svo inn á Evrópumótaröðina í golfi með sama hætti en hún varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó fyrr í þessum mánuði.Stelpurnar okkar tryggðu sér þátttökuréttinn á Evrópumótinu í Hollandi næsta sumar með frábærri frammistöðu í undankeppninni. Stelpurnar eru orðnar fastagestir á EM.vísir/ernirFrábærar stelpur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sinn riðil í undankeppninni í fyrsta sinn og tryggði sér með því sæti á þriðja EM í röð sem fer fram í Hollandi næsta sumar. Ísland vann sinn riðil í undankeppninni og fékk ekki á sig mark fyrstu níu leikina í mótinu. Það gefur góð fyrirheit fyrir EM í Hollandi næsta sumar.Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar síðastliðið vor og besti leikmaður Vezprem af stuðningsmönnum liðsins.Vísir/GettyAron bestur Aron Pálmarsson gerði góða hluti með ungverska liðinu Veszprem og varð ungverskur meistari með liðinu. Stóra stundin kom þó í Köln í vor þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar fóru Aron og félagar illa að ráði sínu og töpuðu niður vænu forskoti en pólska liðið Kielce varð Evrópumeistari eftir sigur í vítakeppni. Aron var þó valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Köln og er það í annað skipti sem hann hlýtur þá útnefningu. Sýnir það og sannar að Aron er sannarlega í fremstu röð handboltamanna í heiminum.Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum fyrr í sumar.kjartan pállDramatík í UFC Sem fyrr voru fréttir af UFC-bardagadeildinni vinsælar hjá lesendum Vísis. Gunnar Nelson barðist einu sinni á árinu en hann vann þá afar sannfærandi sigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam. Hann varð svo að draga sig úr baradaga í Belfast seint á þessu ári vegna ökklameiðsla. Conor McGregor komst einu sinni sem oftar í fréttirnar á þessu ári en vinsælasta fréttin var þegar hann ákvað skyndilega að hætta í UFC í mótmælaskyni við þá mikla kynningarstarfssemi sem hann var látinn gera fyrir bardaga sína. Conor var þá staddur á Íslandi sem gerði málið enn áhugaverða fyrir þá fjöldamörgu aðdáendur sem hann á hér á landi. Hann hætti þó við að hætta og varð svo fyrsti tvöfaldi meistarinn í sögu UFC.Íslenska íþróttaárið var í raun með algjörum ólíkindum að upptalningin gæti haldið endalaust áfram. Í flettiglugganum að ofan má sjá fleiri glæsilega fulltrúa Íslands á sviði íþrótta og upprifjun á þeirra afrekum á árinu.vísir/anton Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Árið sem nú er að líða er líklega besta íþróttaár okkar Íslendinga frá upphafi. Fjölmörg afrek okkar fólks bera vott um það en hér verður farið yfir þau helstu. EM í Frakklandi var áberandi í íþróttafréttum ársins á Vísi. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit eftir að hafa slegið England úr leik. Það vakti heimsathygli, sem og íslensku stuðningsmennirnir og víkingaklappið þeirra sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hjá lesendum Vísis vöktu viðbrögð Portúgalans Cristiano Ronaldo eftir leikinn gegn Íslandi á EM hvað mesta athygli. Ronaldo gerði lítið úr fögnuði Íslands eftir að okkar menn tryggðu sér jafntefli í leiknum og fannst það lýsa lélegu hugarfari. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Ronaldo fékk það óþvegið frá heimsbyggðinni. Meðal annarra EM-frétta sem voru vinsælar hjá lesendum Vísis voru viðbrögð Piers Morgan við ummælum Ronaldo, óheppileg leikgreining Steve McClaren, uppljómaður Eiffel-turn fyrir Ísland og spurningar blaðamanns The Sun tengdar íslenska landsliðinu. Allt fór á hliðina í þjóðfélaginu eftir frækinn 2-1 sigur Íslands á Englandi og fyrirsagnir ensku blaðanna daginn eftir leikinn vöktu kátínu stuðningsmanna Íslands. Ísland féll svo úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar eftir 5-2 tap en Patrice Evra talaði fallega um íslenska liðið fyrir leikinn en þau ummæli voru mikið lesin á Vísi. Eftir sigurinn tók franska landsliðið víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum en Paul Pogba sagði að það hafi verið gert af virðingu fyrir íslenska liðinu. Ísland gaf ekkert eftir á haustmánuðunum þó svo að það hafi staðið tæpt í heimaleik gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018. Fyrsti leikurinn eftir EM var 1-1 jafntefli gegn Úkraínu á útivelli en eftir leikinn leið yfir Ara Frey Skúlason í búningsklefanum og viðbrögð Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, í beinni sjónvarpsútsendingu vöktu eðlilega athygli. Ísland skoraði svo umdeilt sigurmark í uppbótartíma en myndbandsupptökur sýndu að líklega hefði markið aldrei átt að standa.Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á EM (tvö silfur og eitt brons) en íslensk sundkona hafði aldrei unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra laug. Hún varð einnig fyrsta íslenska konan til að komast í úrslit á Ólympíuleikum þar sem hún endaði í 6. sæti í 100 metra bringusundi og í 11. sæti í 200 metra bringusundi. Hún komst í þrjú undanúrslitasund á HM í 25 metra laug.vísir/antonSögulegur árangur sundkvenna Það kom þó fleira til en bara árangur knattspyrnulandsliðsins en Hrafnhildur Lúthersdóttir vann sögulegt afrek þegar hún vann silfur í tveimur greinum og brons í einni á EM í 50 m laug í London í vor. Var hún þar með fyrsta íslenska sundkonan til að vinna til verðlauna á stórmóti í sundi í 50 m laug. Hrafnhildur og Eygló Ósk Gústafsdóttir syntu svo báðar til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar og urðu þar með fyrstu íslensku sundkonurnar til að ná þeim merka áfanga. Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti í sinni grein en Eygló Ósk í áttunda. En Íslendingar áttu einnig sinn þátt í árangri annarra þjóða á Ólympíuleikunum. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sló í gegn í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Þá varð Guðmundur Guðmundsson Ólympíumeistari sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta og Dagur Sigurðsson vann brons með Þýskalandi. Þá vann Þórir Hergeirsson einnig brons sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.Dagur Sigurðsson gerði þýska karlalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum og náði svo í brons á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/GettyÁr íslensku þjálfaranna Auk árangurs þjálfaranna á Ólymíuleikanna eignaðist Ísland tvo Evrópumeistara á árinu sem er að líða. Dagur Sigurðsson náði þeim magnaða árangri að gera Þýskaland að Evrópumeisturum í handbolta í upphafi árs þrátt fyrir að vera með lemstrað lið. Þórir Hergeirsson vann svo gull með Noregi á EM í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði - hans níundu verðlaun í tíu tilraunum á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari árið 2009. Dagur og Guðmundur tilkynntu þó báðir á árinu að þeir muni hætta þjálfun sinna landsliða. Guðmundur mun ekki framlengja samning sinn eftir ótrúlega uppákomu á leikunum í Ríó þar sem Ulrik Wilbek íþróttastjóri og leikmenn voru sakaðir í dönskum fjölmiðlum um ósætti við Guðmund. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð þegar hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA-atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu.mynd/gsíMagnaðir kvenkylfingar Árið 2016 verður einnig minnst fyrir afrek þeirra Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og Valdísar Þóru Jónsdóttur. Ólafía Þórunn keppti á Evrópumótaröðinni í golfi í ár og náði góðum árangri á tveimur mótum - í Tékklandi og í Abú Dabí þar sem hún var í forystu fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía Þórunn náði svo þeim sögulega árangri að komast í gegnum úrtökumótaröðina fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi. Það gerði hún með stæl en hún hafði í öðru sæti en þess bera að geta að 500 kylfingar reyndu að komast inn á mótaröðina. Valdís Þóra Jónsdóttir komst svo inn á Evrópumótaröðina í golfi með sama hætti en hún varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó fyrr í þessum mánuði.Stelpurnar okkar tryggðu sér þátttökuréttinn á Evrópumótinu í Hollandi næsta sumar með frábærri frammistöðu í undankeppninni. Stelpurnar eru orðnar fastagestir á EM.vísir/ernirFrábærar stelpur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sinn riðil í undankeppninni í fyrsta sinn og tryggði sér með því sæti á þriðja EM í röð sem fer fram í Hollandi næsta sumar. Ísland vann sinn riðil í undankeppninni og fékk ekki á sig mark fyrstu níu leikina í mótinu. Það gefur góð fyrirheit fyrir EM í Hollandi næsta sumar.Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar síðastliðið vor og besti leikmaður Vezprem af stuðningsmönnum liðsins.Vísir/GettyAron bestur Aron Pálmarsson gerði góða hluti með ungverska liðinu Veszprem og varð ungverskur meistari með liðinu. Stóra stundin kom þó í Köln í vor þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar fóru Aron og félagar illa að ráði sínu og töpuðu niður vænu forskoti en pólska liðið Kielce varð Evrópumeistari eftir sigur í vítakeppni. Aron var þó valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Köln og er það í annað skipti sem hann hlýtur þá útnefningu. Sýnir það og sannar að Aron er sannarlega í fremstu röð handboltamanna í heiminum.Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum fyrr í sumar.kjartan pállDramatík í UFC Sem fyrr voru fréttir af UFC-bardagadeildinni vinsælar hjá lesendum Vísis. Gunnar Nelson barðist einu sinni á árinu en hann vann þá afar sannfærandi sigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam. Hann varð svo að draga sig úr baradaga í Belfast seint á þessu ári vegna ökklameiðsla. Conor McGregor komst einu sinni sem oftar í fréttirnar á þessu ári en vinsælasta fréttin var þegar hann ákvað skyndilega að hætta í UFC í mótmælaskyni við þá mikla kynningarstarfssemi sem hann var látinn gera fyrir bardaga sína. Conor var þá staddur á Íslandi sem gerði málið enn áhugaverða fyrir þá fjöldamörgu aðdáendur sem hann á hér á landi. Hann hætti þó við að hætta og varð svo fyrsti tvöfaldi meistarinn í sögu UFC.Íslenska íþróttaárið var í raun með algjörum ólíkindum að upptalningin gæti haldið endalaust áfram. Í flettiglugganum að ofan má sjá fleiri glæsilega fulltrúa Íslands á sviði íþrótta og upprifjun á þeirra afrekum á árinu.vísir/anton
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira