Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 14:55 Patrice Evra er lykilmaður í franska landsliðinu. Vísir/Getty Patrice Evra sat fyrir svörum á blaðamannafundi franska liðsins í dag. Þar bað hann liðsfélaga sína um að vakna til lífsins, það þýddi ekki lengur að stóla á að skora seint í leikjum liðsins, líkt og Frakkar hafa gert reglulega á EM hingað til. Frakkar þurftu síðbúin mörk til að leggja bæði Rúmeníu og Albaníu að velli og lenti svo marki undir snemma leiks gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. Sjá einnig: Deschamps mun ekki vanmeta Ísland „En við þurfum að passa okkur. Þetta verður erfiðara eftir því sem þú kemst lengra í mótum eins og þessu,“ sagði hann. Andstæðingur Frakklands í 8-liða úrslitunum verður Ísland á Stade De France á sunnudag en Evra viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart að íslenska liðið hafi náð að slá það enska úr leik.Vísir/GettyLukkan ekki endalaus „Það gæti komið að því að við náum ekki að snúa leikjunum okkur í vil. Það gæti gerst gegn Íslandi. Við þurfum að vakna til lífsins fyrr í leikjum. Við erum ekki að byrja vel í leikjum og þurfum að bregðast við fremur en að sýna frumkvæði.“ „Liðið okkar hefur brugðist vel við eftir að við erum búnir að mála okkur út í horn en lukkan verður ekki á okkar bandi endalaust. Við þurfum að sækja af krafti frá fyrstu mínútu.“ Sjá einnig: Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Hann segir að það sé gott að geta spilað á heimavelli og að allir í franska liðinu, leikmenn og þjálfarar, ætli sér að ná langt á EM. „Við komumst í 8-liða úrslitin á HM í Brasilíu. Hér ætlum við okkur lengra.“ Evra segir að það hefði verið rökrétt að telja að England myndi slá Ísland úr leik en hið gagnstæða gerðist. „Margir vanmeta litlu þjóðirnar og telja að liðin séu minnimáttar. En við vitum nú eftir þetta mót að það getur verið mjög erfitt að spila gegn slíkum liðum,“ sagði Evra.Evra í baráttunni við Rory Delap.Vísir/GettyAldrei vanmeta andstæðinginn „Eftir leikinn gegn Írlandi var ég spurður af enskum blaðamanni sem gaf í skyn að næsti leikur okkar yrði gegn Englandi. Hann gerði eiginlega ráð fyrir því að England væri svo gott sem komið í 8-liða úrslitin.“ „Ég sagði honum að við værum komnir áfram en að við skyldum svo sjá til. Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk hefur einbeitt sér svo mikið að því hvað fór úrskeðis hjá Englandi en gert lítið úr frammistöðu Íslands í leiknum. Maður á aldrei að vanmeta andstæðinginn sinn.“ Sjá einnig: Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Ísland hefur skorað tvö mörk eftir löng innköst Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, og var Evra minntur á daga hans hjá Manchester United þegar hann þurfti að kljást við löngu innköstin hjá Rory Delap, leikmanni Stoke. „Ah, sá frægi spjótkastari. Já, hjá Manchester þá undirbjuggum við okkur fyrir þetta. Þetta er kostur fyrir Ísland en það býr meira í Íslandi en bara löng innköst.“ „Þeir hafa nú verið saman í 4-5 ár og þeir vita hvernig þeir eiga að spila og treysta hverjum öðrum. Við getum ekki fallið í þá gildru að þeirra eina ógn komi úr löngum innköstum.“Vísir/GettyÉg þekki Aron og við þekkjum Íslendingana „Ísland hefur spilað vel í hverjum einasta leik. Ég spilaði gegn [Aroni Einari] Gunnarssyni og þekki hann því frá fyrstu hendi. Liðsfélagar mínir þekkja einnig íslensku leikmennina.“ Hann var einnig spurður hvort að honum þætti að Frakkar væru heppnir að fá Ísland í 8-liða úrslitum keppninnar, fremur en England. „Nei. Við verðum að hætta svona tali. Ef maður hlustaði á svona tal þá væri Króatía orðið Evrópumeistari. En nú eru Króatar farnir heim. Ef við vinnum Ísland þá fáum við annað hvort Ítalíu eða Þýskaland. Ég held að það sé ekki hægt að tala um heppni. En það getur allt gerst í fótbolta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30 Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Patrice Evra sat fyrir svörum á blaðamannafundi franska liðsins í dag. Þar bað hann liðsfélaga sína um að vakna til lífsins, það þýddi ekki lengur að stóla á að skora seint í leikjum liðsins, líkt og Frakkar hafa gert reglulega á EM hingað til. Frakkar þurftu síðbúin mörk til að leggja bæði Rúmeníu og Albaníu að velli og lenti svo marki undir snemma leiks gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. Sjá einnig: Deschamps mun ekki vanmeta Ísland „En við þurfum að passa okkur. Þetta verður erfiðara eftir því sem þú kemst lengra í mótum eins og þessu,“ sagði hann. Andstæðingur Frakklands í 8-liða úrslitunum verður Ísland á Stade De France á sunnudag en Evra viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart að íslenska liðið hafi náð að slá það enska úr leik.Vísir/GettyLukkan ekki endalaus „Það gæti komið að því að við náum ekki að snúa leikjunum okkur í vil. Það gæti gerst gegn Íslandi. Við þurfum að vakna til lífsins fyrr í leikjum. Við erum ekki að byrja vel í leikjum og þurfum að bregðast við fremur en að sýna frumkvæði.“ „Liðið okkar hefur brugðist vel við eftir að við erum búnir að mála okkur út í horn en lukkan verður ekki á okkar bandi endalaust. Við þurfum að sækja af krafti frá fyrstu mínútu.“ Sjá einnig: Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Hann segir að það sé gott að geta spilað á heimavelli og að allir í franska liðinu, leikmenn og þjálfarar, ætli sér að ná langt á EM. „Við komumst í 8-liða úrslitin á HM í Brasilíu. Hér ætlum við okkur lengra.“ Evra segir að það hefði verið rökrétt að telja að England myndi slá Ísland úr leik en hið gagnstæða gerðist. „Margir vanmeta litlu þjóðirnar og telja að liðin séu minnimáttar. En við vitum nú eftir þetta mót að það getur verið mjög erfitt að spila gegn slíkum liðum,“ sagði Evra.Evra í baráttunni við Rory Delap.Vísir/GettyAldrei vanmeta andstæðinginn „Eftir leikinn gegn Írlandi var ég spurður af enskum blaðamanni sem gaf í skyn að næsti leikur okkar yrði gegn Englandi. Hann gerði eiginlega ráð fyrir því að England væri svo gott sem komið í 8-liða úrslitin.“ „Ég sagði honum að við værum komnir áfram en að við skyldum svo sjá til. Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk hefur einbeitt sér svo mikið að því hvað fór úrskeðis hjá Englandi en gert lítið úr frammistöðu Íslands í leiknum. Maður á aldrei að vanmeta andstæðinginn sinn.“ Sjá einnig: Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Ísland hefur skorað tvö mörk eftir löng innköst Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, og var Evra minntur á daga hans hjá Manchester United þegar hann þurfti að kljást við löngu innköstin hjá Rory Delap, leikmanni Stoke. „Ah, sá frægi spjótkastari. Já, hjá Manchester þá undirbjuggum við okkur fyrir þetta. Þetta er kostur fyrir Ísland en það býr meira í Íslandi en bara löng innköst.“ „Þeir hafa nú verið saman í 4-5 ár og þeir vita hvernig þeir eiga að spila og treysta hverjum öðrum. Við getum ekki fallið í þá gildru að þeirra eina ógn komi úr löngum innköstum.“Vísir/GettyÉg þekki Aron og við þekkjum Íslendingana „Ísland hefur spilað vel í hverjum einasta leik. Ég spilaði gegn [Aroni Einari] Gunnarssyni og þekki hann því frá fyrstu hendi. Liðsfélagar mínir þekkja einnig íslensku leikmennina.“ Hann var einnig spurður hvort að honum þætti að Frakkar væru heppnir að fá Ísland í 8-liða úrslitum keppninnar, fremur en England. „Nei. Við verðum að hætta svona tali. Ef maður hlustaði á svona tal þá væri Króatía orðið Evrópumeistari. En nú eru Króatar farnir heim. Ef við vinnum Ísland þá fáum við annað hvort Ítalíu eða Þýskaland. Ég held að það sé ekki hægt að tala um heppni. En það getur allt gerst í fótbolta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30 Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra Sigurvegarinn mætir Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum. 26. júní 2016 10:30
Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. 26. júní 2016 14:45