Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 13:30 Ulrik Wilbek var áður sjálfur með danska landsliðið. Hann er hér til vinstri. vísir/getty Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016 Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30