Nýju lögin um TR eru meingölluð Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun