Nýju lögin um TR eru meingölluð Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar