Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 19. nóvember 2025 11:03 Við Íslendingar þekkjum öll söguna um jólaköttinn. Risavaxið kattarkvikindi sem át börnin sem fengu ekkert nýtt um jólin. Við vitum auðvitað að sagan er uppspuni, en hún lifir enn. Mögulega vegna þess að hún hjálpar okkur að réttlæta jólaæðið sem hellist yfir fólk á hverju ári. Ef við kaupum ekki eitthvað nýtt þá hlýtur eitthvað hræðilegt að gerast. Er það ekki annars? Um hátíðirnar hellist yfir okkur algjört kaupæði sem smitast manna á milli á kaffistofum vinnustaða, í saumaklúbbum, streymir frá útvarpstækjunum í eftirmiðdagsumferðinni og leggur alla rökhugsun að velli. Kaupmenn keppast við að sannfæra okkur um að þetta ár verðum við að toppa okkur sjálf. Flottari gjafir, stærri pakkar, meira og dýrara dót. Og ef veskið tæmist þá rífum við fram kreditkortið og skuldum bara framtíðinni. Hún sendir hvort sem er ekki reikning fyrr en í janúar. Málið er að til eru mun hræðilegri sögur en þessi um jólaköttinn. Þær eru alveg jafn óhugnanlegar, en þessar sögur leiða til raunverulegs dauða og þjáningar. Þær fjalla um að það sé nauðsynlegt að kaupa flíkina með ekta loðkraganum, pelsinn úr ekta feldinum og töskuna úr ekta leðrinu. Það er nú einu sinni svo fallegt. Svo hlýtt. Svo virðulegt. Svo ekta. Refur í loðdýrabúi í Finnlandi sem er Saga furs vottað. Mynd: Claire Bass HWA Loðdýr lifa ekki ævintýralífi í mjúkum snjó eins og markaðsöflin vilja láta okkur halda. Víðfeðm rannsókn Evrópsku Matvælastofnunarinnar (2025) [EFSA] sýndi að loðdýrarækt er grimm og dýrin lifa við hörmulegar aðstæður. Þessi litlu dýr, sem flest eru bara nokkurra mánaða og hafa ekki náð fullum þroska þegar þau eru drepin, eyða öllu lífi sínu í litlum, köldum, þröngum og skítugum búrum þar sem þau geta varla snúið sér. Þau fara aldrei út, leika sér aldrei, finna aldrei fyrir öðru en skít, ótta og streitu. Þar til þau fá rafmagnsstungu í munn og endaþarm (sérstaklega refir svo að feldurinn rísi) eða eru sett í gasklefa og drepin. Þau enda svo um hálsinn á einhverjum á rölti niður Laugaveginn, mögulega einhverjum sem vill kalla sig dýravin. Hvað það er sem er fallegt, hlýtt eða virðulegt við að drepa ungviði sjáum við, sem skrifum þessa grein, ekki. Mynd úr loðdýraeldi á Norðurlöndum, vottað af Saga furs sem td. 66° Norður notar á sínar flíkur, Ekki bara okkur þykir loðdýrarækt siðlaus. Hún hefur verið bönnuð í fjölda ríkja víðsvegar um heiminn og samkvæmt stórum rannsóknum á vegum CE Delft (2010) er loðdýrarækt eitt kolefnisþyngsta form dýraeldis í heiminum. Rannsóknir sýna að hún skilur eftir sig metan, nituroxíð, eitruð úrgangsefni og vatnsmengun. Hún étur upp landrými, korn og fóður sem gæti brauðfætt fólk í stað þess að verða hluti af pelsum sem margir enda svo í botninum á skápnum fram til næstu áramóta eða á krögum á úlpum sem þjóna engum öðrum tilgangi en að „fegra” flíkina. Kolefnisspor loðdýrapelsa er margfalt hærra en gerviefna og skinnin eru unnin með einhverjum af eitruðustu efnum sem þekkjast í textíliðnaði. Efnum sem enginn myndi vilja nálægt húðinni sinni. Hvað þá á börnum sínum. Meira segja íslensk framleiðslufyrirtæki, eins og td. 66°Norður sem gefur sig út fyrir að vera ábyrgt og sjálfbært fyrirtæki, notar loðfeld á flíkur sínar. Saga Furs, fyrirtækið sem 66°Norður kaupir feldinn af beitir hinsvegar grænþvotti til að sannfæra viðskiptavini um að dýrin hafi verið alin við bestu aðstæður: „Allur ekta feldur sem 66°Norður notar er frá Saga Furs. Loðskinnin sem koma frá Saga Furs eru framleidd í vottuðum ræktunum til að tryggja velferð bæði minka og refa.” segir á vef 66°Norður. Það er ekki til neitt sem heitir „mannúðlegt” loðdýraeldi. Við erum kannski tilbúin að viðurkenna að við trúum ekki á jólaköttinn í alvörunni. En við erum ennþá að trúa bullinu um að loðfeldur sé ómissandi „lúxusgjöf“. Erum við þá einhverju skárri en ljóti jólakötturinn? Dýrið sem drepur og tekur lítil saklaus líf. Bara vegna þess að hann getur það. Stundum komast skrímslin í skáldsögunum ekki með tærnar þar sem mannfólkið er með hælana í raunheimum. Við, undirritaðar, biðlum til þín, lesandi kær, að hugsa þig tvisvar um í jólaæðinu í ár. Ekki kaupa vörur með loðfeld um jólin. Ekki styðja verslanir sem samþykkja dýraníð og selja loðfeld. Ekki vefja þig inn í feld sem eitt sinn var lítið hrætt dýr. Ekki vera jólaköttur. Vertu í þínu eigin skinni. Við skiljum ykkur eftir með uppáhalds útgáfunni okkar af laginu um Jólaköttinn. Þessi flutningur yljar okkur betur í vetrarkuldanum en einhver loðfeldur eða pels, nokkurn tímann gæti. https://www.youtube.com/watch?v=adGOeRlH1EM Hlýjar jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Heimildir: https://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/9519 https://respectforanimals.org/a-guide-to-fur-bans-around-the-world/ https://www.humaneworld.org/en/news/fur-industry-accused-greenwashing-new-report-reveals-carbon-footprint-fur-fashion-far-higher https://www.humaneworld.org/en/blog/new-undercover-investigation-shows-cruelty-certified-fur-farms https://www.furfreealliance.com/environment-and-health/ https://www.furfreealliance.com/saga-furs/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://www.theguardian.com/media/2012/mar/21/eco-friendly-fur-ad-banned https://thefurbearers.com/our-work/end-fur-farming/environmental-impacts-and-science/ https://www.thenewlede.org/2023/07/an-old-battle-over-fur-farming-heats-up-with-new-environmental-twist/ https://cedelft.eu/wp-content/uploads/sites/2/2021/04/CE_Delft_22203_Natural_mink_fur_and_faux_fur_products_FINAL_1375779267.pdf#:~:text=electricity%20and%20heat%29,5%20lower%20than%20the%20scores https://faunalytics.org/the-environmental-impact-of-mink-fur-production/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://gamla.mannlif.is/frettir/refurinn-otto-slapp-ur-loddyrabui-hann-er-ljufur-forvitinn-og-felagslyndur/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar þekkjum öll söguna um jólaköttinn. Risavaxið kattarkvikindi sem át börnin sem fengu ekkert nýtt um jólin. Við vitum auðvitað að sagan er uppspuni, en hún lifir enn. Mögulega vegna þess að hún hjálpar okkur að réttlæta jólaæðið sem hellist yfir fólk á hverju ári. Ef við kaupum ekki eitthvað nýtt þá hlýtur eitthvað hræðilegt að gerast. Er það ekki annars? Um hátíðirnar hellist yfir okkur algjört kaupæði sem smitast manna á milli á kaffistofum vinnustaða, í saumaklúbbum, streymir frá útvarpstækjunum í eftirmiðdagsumferðinni og leggur alla rökhugsun að velli. Kaupmenn keppast við að sannfæra okkur um að þetta ár verðum við að toppa okkur sjálf. Flottari gjafir, stærri pakkar, meira og dýrara dót. Og ef veskið tæmist þá rífum við fram kreditkortið og skuldum bara framtíðinni. Hún sendir hvort sem er ekki reikning fyrr en í janúar. Málið er að til eru mun hræðilegri sögur en þessi um jólaköttinn. Þær eru alveg jafn óhugnanlegar, en þessar sögur leiða til raunverulegs dauða og þjáningar. Þær fjalla um að það sé nauðsynlegt að kaupa flíkina með ekta loðkraganum, pelsinn úr ekta feldinum og töskuna úr ekta leðrinu. Það er nú einu sinni svo fallegt. Svo hlýtt. Svo virðulegt. Svo ekta. Refur í loðdýrabúi í Finnlandi sem er Saga furs vottað. Mynd: Claire Bass HWA Loðdýr lifa ekki ævintýralífi í mjúkum snjó eins og markaðsöflin vilja láta okkur halda. Víðfeðm rannsókn Evrópsku Matvælastofnunarinnar (2025) [EFSA] sýndi að loðdýrarækt er grimm og dýrin lifa við hörmulegar aðstæður. Þessi litlu dýr, sem flest eru bara nokkurra mánaða og hafa ekki náð fullum þroska þegar þau eru drepin, eyða öllu lífi sínu í litlum, köldum, þröngum og skítugum búrum þar sem þau geta varla snúið sér. Þau fara aldrei út, leika sér aldrei, finna aldrei fyrir öðru en skít, ótta og streitu. Þar til þau fá rafmagnsstungu í munn og endaþarm (sérstaklega refir svo að feldurinn rísi) eða eru sett í gasklefa og drepin. Þau enda svo um hálsinn á einhverjum á rölti niður Laugaveginn, mögulega einhverjum sem vill kalla sig dýravin. Hvað það er sem er fallegt, hlýtt eða virðulegt við að drepa ungviði sjáum við, sem skrifum þessa grein, ekki. Mynd úr loðdýraeldi á Norðurlöndum, vottað af Saga furs sem td. 66° Norður notar á sínar flíkur, Ekki bara okkur þykir loðdýrarækt siðlaus. Hún hefur verið bönnuð í fjölda ríkja víðsvegar um heiminn og samkvæmt stórum rannsóknum á vegum CE Delft (2010) er loðdýrarækt eitt kolefnisþyngsta form dýraeldis í heiminum. Rannsóknir sýna að hún skilur eftir sig metan, nituroxíð, eitruð úrgangsefni og vatnsmengun. Hún étur upp landrými, korn og fóður sem gæti brauðfætt fólk í stað þess að verða hluti af pelsum sem margir enda svo í botninum á skápnum fram til næstu áramóta eða á krögum á úlpum sem þjóna engum öðrum tilgangi en að „fegra” flíkina. Kolefnisspor loðdýrapelsa er margfalt hærra en gerviefna og skinnin eru unnin með einhverjum af eitruðustu efnum sem þekkjast í textíliðnaði. Efnum sem enginn myndi vilja nálægt húðinni sinni. Hvað þá á börnum sínum. Meira segja íslensk framleiðslufyrirtæki, eins og td. 66°Norður sem gefur sig út fyrir að vera ábyrgt og sjálfbært fyrirtæki, notar loðfeld á flíkur sínar. Saga Furs, fyrirtækið sem 66°Norður kaupir feldinn af beitir hinsvegar grænþvotti til að sannfæra viðskiptavini um að dýrin hafi verið alin við bestu aðstæður: „Allur ekta feldur sem 66°Norður notar er frá Saga Furs. Loðskinnin sem koma frá Saga Furs eru framleidd í vottuðum ræktunum til að tryggja velferð bæði minka og refa.” segir á vef 66°Norður. Það er ekki til neitt sem heitir „mannúðlegt” loðdýraeldi. Við erum kannski tilbúin að viðurkenna að við trúum ekki á jólaköttinn í alvörunni. En við erum ennþá að trúa bullinu um að loðfeldur sé ómissandi „lúxusgjöf“. Erum við þá einhverju skárri en ljóti jólakötturinn? Dýrið sem drepur og tekur lítil saklaus líf. Bara vegna þess að hann getur það. Stundum komast skrímslin í skáldsögunum ekki með tærnar þar sem mannfólkið er með hælana í raunheimum. Við, undirritaðar, biðlum til þín, lesandi kær, að hugsa þig tvisvar um í jólaæðinu í ár. Ekki kaupa vörur með loðfeld um jólin. Ekki styðja verslanir sem samþykkja dýraníð og selja loðfeld. Ekki vefja þig inn í feld sem eitt sinn var lítið hrætt dýr. Ekki vera jólaköttur. Vertu í þínu eigin skinni. Við skiljum ykkur eftir með uppáhalds útgáfunni okkar af laginu um Jólaköttinn. Þessi flutningur yljar okkur betur í vetrarkuldanum en einhver loðfeldur eða pels, nokkurn tímann gæti. https://www.youtube.com/watch?v=adGOeRlH1EM Hlýjar jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Heimildir: https://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/9519 https://respectforanimals.org/a-guide-to-fur-bans-around-the-world/ https://www.humaneworld.org/en/news/fur-industry-accused-greenwashing-new-report-reveals-carbon-footprint-fur-fashion-far-higher https://www.humaneworld.org/en/blog/new-undercover-investigation-shows-cruelty-certified-fur-farms https://www.furfreealliance.com/environment-and-health/ https://www.furfreealliance.com/saga-furs/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://www.theguardian.com/media/2012/mar/21/eco-friendly-fur-ad-banned https://thefurbearers.com/our-work/end-fur-farming/environmental-impacts-and-science/ https://www.thenewlede.org/2023/07/an-old-battle-over-fur-farming-heats-up-with-new-environmental-twist/ https://cedelft.eu/wp-content/uploads/sites/2/2021/04/CE_Delft_22203_Natural_mink_fur_and_faux_fur_products_FINAL_1375779267.pdf#:~:text=electricity%20and%20heat%29,5%20lower%20than%20the%20scores https://faunalytics.org/the-environmental-impact-of-mink-fur-production/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://gamla.mannlif.is/frettir/refurinn-otto-slapp-ur-loddyrabui-hann-er-ljufur-forvitinn-og-felagslyndur/
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun