Hjálp í viðlögum Ari Traustu Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar