Hjálp í viðlögum Ari Traustu Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun