Vistvæna bullið Jóhannes Gunnarsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Neytendur Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun