Þekkjum rétt kvenna Zahra Mesbah skrifar 9. desember 2016 07:00 Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar