Ellefu ára Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar