Robin van Persie, framherji Fenerbache, segir mögulegt að hann væri enn í herbúðum Manchester United ef Sir Alex Ferguson hefði haldið áfram að stýra liðinu.
Van Persie mætir aftur á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, í kvöld þegar Man Utd tekur á móti Fenerbache í Evrópudeildinni.
Man Utd keypti Van Persie frá Arsenal sumarið 2012 og Hollendingurinn átti frábært fyrsta tímabil með liðinu; skoraði 30 mörk í öllum keppnum og hjálpaði Man Utd að vinna sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil.
Eftir tímabilið settist Ferguson í helgan stein en sú ákvörðun hafði mikil áhrif á Van Persie sem vonaðist til að geta unnið lengur með Skotanum.
„Við vitum aldrei. Ég gæti enn verið leikmaður Man Utd í dag. Þegar ég samdi við var hugmyndin að Sir Alex yrði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu í nokkur ár til viðbótar. En hlutirnir breytast í fótboltanum; þú getur ekki planað þína vegferð né stjórans,“ sagði Van Persie á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.
Hollenski framherjinn skoraði alls 58 mörk í 105 leikjum fyrir Man Utd áður en hann var seldur til Fenerbache sumarið 2015. Hann skoraði 22 mörk á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi.
Leikur Man Utd og Fenerbache hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Van Persie: Væri mögulega enn hjá Man Utd ef Ferguson hefði ekki hætt
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
