Van Persie: Væri mögulega enn hjá Man Utd ef Ferguson hefði ekki hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 08:45 Van Persie og Ferguson náðu vel saman. vísir/getty Robin van Persie, framherji Fenerbache, segir mögulegt að hann væri enn í herbúðum Manchester United ef Sir Alex Ferguson hefði haldið áfram að stýra liðinu. Van Persie mætir aftur á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, í kvöld þegar Man Utd tekur á móti Fenerbache í Evrópudeildinni. Man Utd keypti Van Persie frá Arsenal sumarið 2012 og Hollendingurinn átti frábært fyrsta tímabil með liðinu; skoraði 30 mörk í öllum keppnum og hjálpaði Man Utd að vinna sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil. Eftir tímabilið settist Ferguson í helgan stein en sú ákvörðun hafði mikil áhrif á Van Persie sem vonaðist til að geta unnið lengur með Skotanum. „Við vitum aldrei. Ég gæti enn verið leikmaður Man Utd í dag. Þegar ég samdi við var hugmyndin að Sir Alex yrði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu í nokkur ár til viðbótar. En hlutirnir breytast í fótboltanum; þú getur ekki planað þína vegferð né stjórans,“ sagði Van Persie á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Hollenski framherjinn skoraði alls 58 mörk í 105 leikjum fyrir Man Utd áður en hann var seldur til Fenerbache sumarið 2015. Hann skoraði 22 mörk á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi.Leikur Man Utd og Fenerbache hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Robin van Persie, framherji Fenerbache, segir mögulegt að hann væri enn í herbúðum Manchester United ef Sir Alex Ferguson hefði haldið áfram að stýra liðinu. Van Persie mætir aftur á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, í kvöld þegar Man Utd tekur á móti Fenerbache í Evrópudeildinni. Man Utd keypti Van Persie frá Arsenal sumarið 2012 og Hollendingurinn átti frábært fyrsta tímabil með liðinu; skoraði 30 mörk í öllum keppnum og hjálpaði Man Utd að vinna sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil. Eftir tímabilið settist Ferguson í helgan stein en sú ákvörðun hafði mikil áhrif á Van Persie sem vonaðist til að geta unnið lengur með Skotanum. „Við vitum aldrei. Ég gæti enn verið leikmaður Man Utd í dag. Þegar ég samdi við var hugmyndin að Sir Alex yrði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu í nokkur ár til viðbótar. En hlutirnir breytast í fótboltanum; þú getur ekki planað þína vegferð né stjórans,“ sagði Van Persie á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Hollenski framherjinn skoraði alls 58 mörk í 105 leikjum fyrir Man Utd áður en hann var seldur til Fenerbache sumarið 2015. Hann skoraði 22 mörk á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi.Leikur Man Utd og Fenerbache hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira