Frumþjónusta í heilbrigðiskerfinu Oddur Steinarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun