Þegar fjöll og fossar þurfa rödd – Andri Snær í forsetaembættið Soffía Vagnsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:09 „Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar