Hvað hefði ég gert? Hrannar Pétursson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar