Hjarta landsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun