Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. júní 2025 14:59 Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar