Asnalegt að forseti sé kona Ásta Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun