Lög brotin á öldruðum og öryrkjum! Björgvin Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar