Lög brotin á öldruðum og öryrkjum! Björgvin Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum á lögum samkvæmt að hækka í samræmi við launaþróun. Eftir þessu hefur núverandi ríkisstjórn ekki farið. Ég tel, að lög hafi verið brotin á lífeyrisþegum. Lítum á staðreyndir málsins: Lágmarkslaun hækkuðu sl. ár um 14,5% (1. maí) en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%! Hér vantar 11,5 prósentustig. Ef litið er á hækkun annarra launa vantar meira, þar eð önnur laun hækkuðu miklu meira; t.d. fékk fiskvinnslufólk 30% hækkun byrjunarlauna, nýlæknar 25% hækkun og kennarar og blaðamenn fengu meiri hækkun en verkafólk.Skuld ríkisstjórnarinnarNú hefur verkafólk og aðrir launþegar samið um launahækkun yfirstandandi árs: Laun hækka um 6,2% strax frá áramótum. Þetta þýðir að laun hækka samanlagt um 20,7% árin 2015 og 2016 en lífeyrir hækkar aðeins um 12,7% bæði árin. Hér vantar átta prósentustig. Auk þess ber að taka með í reikninginn, að verkafólk fékk 14,5 prósenta launahækkunina frá 1. maí en lífeyrisþegar ekki fyrr en um áramót. Allir aðrir fengu afturvirkar launahækkanir. Ríkisstjórnin skuldar því lífeyrisþegum nú átta prósenta hækkun lífeyris og uppbót fyrir tímabilið 1. maí sl. til áramóta. Auk þess skulda stjórnarflokkarnir öldruðum 20 prósenta hækkun lífeyris vegna kjaragliðnunar 2009-2013.Áfram níðst á lífeyrisþegumEf einhver manndómur hefði verið í ríkisstjórninni hefði hún leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja strax frá áramótum með því að hækka lífeyrinn um átta prósent til viðbótar þessum 9,7 prósentum og gert upp við lífeyrisþega uppbót fyrir tímabilið 1. maí til 31. desember 2015. En ríkisstjórnin ætlar áfram að níðast á lífeyrisþegum og velur þann kost að berja sér á brjóst og tala um að hún hafi unnið mikil afrek í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja! Lífeyrisþegar geta ekki látið valta yfir sig endalaust. Það er nóg komið.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar