Aldraðir hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni ræddi ég um lífeyri aldraðra frá almannatryggingum annars staðar á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar. Í ljós kom, að grunnlífeyrir aldraðra er margfalt hærri í þessum löndum en hér. Og heildarlífeyrir aldraðra er einnig miklu hærri í þessum löndum en hérna. Það er því ljóst, að eldri borgarar og raunar einnig öryrkjar, hafa verið hlunnfarnir hér. Kjörum aldraðra hefur verið haldið niðri. Þegar þessar staðreyndir blasa við, er því undarlegra, að stjórnarflokkarnir skuli ekki standa við kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin fyrir síðustu kosningar. En í stað þess að standa við loforðin er sannleikanum hagrætt og því haldið fram, að búið sé að uppfylla loforðin! Því fer fjarri. Það er enn verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja.LEB gagnrýndi ríkisstjórnina Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) kom fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina vegna svika stjórnarflokkanna við eldri borgara og öryrkja. Þessi gagnrýni kom bæði fram í ályktun fundarins um kjaramál og í ræðum þingfulltrúa. Fram kom, að ríkisstjórnin hefur aðeins uppfyllt lítinn hluta þeirra kosningaloforða, sem stjórnarflokkarnir gáfu lífeyrisþegum 2013. Enn er eftir að uppfylla stærsta loforðið, þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans. Sú leiðrétting þýðir, að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þetta loforð. Hún vill helst gleyma því. Sama er að segja um loforðið um að afturkalla skerðinguna á frítekjumarki fjármagnstekna. Enda þótt það sé í stjórnarsáttmálanum, að þessa leiðréttingu eigi að framkvæma, er ekkert gert í því. Þannig mætti áfram telja. Alls skuldar ríkisstjórnin öldruðum og öryrkjum í kringum 30 milljarða ætli hún að efna kosningaloforðin við lífeyrisþega að fullu.Stórhækka verður lífeyri aldraðra Stóra málið er þó að hækka verður lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann verði sambærilegur við slíkan lífeyri í grannlöndum okkar. Eðlilegast er að byrja á að hækka hann til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar, þ.e. í rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Það er raunar í samræmi við kröfu verkafólks um lágmarkslaun og í samræmi við ályktun landsfundar LEB. Það er lágmark til að geta lifað sómasamlegu lífi af lífeyrinum. Eldri borgarar treysta á það, að verkalýðshreyfingin knýi það fram í yfirstandandi kjaradeilu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki jafnmikið og lægstu laun munu hækka.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar