Segir stöðu mála í dag vera lögleysu sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson segir fólk hafa áhyggjur af að fá ekki framlengdan samning. fréttablaðið/valli „Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“ Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira