Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2025 20:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ætlar að vera dugleg að hreyfa sig á næstunni í tengslum við átakið, „Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið
Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira