Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 14:02 Edda Falak hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir Eigin konur þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Vísir/Vilhelm Máli þeirra Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar á hendur Eddu Falak, vegna hlaðvarpsins Eigin kvenna, hefur verið lokið með dómsátt. Þau kröfðu Eddu um þrjátíu milljónir króna en lögmaður Eddu segir hana mjög sátta með niðurstöðuna. Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“ Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“
Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira