Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 10:56 Vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt í Mjóddinni vegna ofbeldisöldu í Breiðholti. Tveir öryggisverðir voru þar störfum síðustu fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Strætó varði milljónum króna í öryggisgæslu í Mjódd síðustu mánuði þar sem vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt við biðstöðina. Strætó hætti þessari auknu gæslu um mánaðamótin. Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes. Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes.
Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira