Trump segist „mjög vonsvikinn“ út í Elon og ekki viss um að þeir geti átt gott samband Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 17:02 Samband Trump og Musk hefur heldur betur súrnað upp á síðkastið. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti segist verulega svekktur út í Elon Musk, auðugasta mann heims og einn nánasta samstarfsmann sinn til langs tíma. Gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og félagar reyna nú að fá samþykkt virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsetanum. Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53