Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 10:44 Nú er bannað að leggja þar sem rauðu línurnar eru á myndinni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“ Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“
Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira