Jafnréttið byrjar heima Dóra Magnúsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 „Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
„Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun