Brýnt kjaramál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar