Stærsta kosningaloforðið óuppfyllt! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun