Hversu há þarf framfærsla eldri borgara að vera? Björgvin Guðmundsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun